Nemendur í vinnuskólanum í verknámsviku í VA

verknamsvika va2 webUm fimmtíu nemendur sem luku níunda bekk grunnskóla í Fjarðabyggð í vor og voru skráðir í Vinnuskóla sveitarfélagsins hófu vinnuna á viku kynningu á verknámi í Verkmenntaskóla Austurlands. Markmið verkefnisins er að auka áhuga á iðn- og tækninámi.

Lesa meira

Sjö erlendar sveitir á Eistnaflugi

img 6172 fix01 webTónlistarhátíðin Eistnaflug verður haldin í níunda sinn í sumar, dagana 11.-13. júlí, í Egilsbúð. Alls mun 41 hljómsveit stíga á stokk og þar af sjö erlendar. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indí rokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir.

Lesa meira

Skipstjórinn býður heim í Norrænu því hann er höfðingi: Myndir

norræna 0017 web„Skipstjórinn býður heim því hann er höfðingi. Við viljum hafa glatt og ánægt fólk um borð,“ sagði Jónas Hallgrímsson, stjórnarformaður Norrænu ferðaskrifstofunnar, í samtali við Austurfrétt í lok opins dags um borð í farþegaferjunni Norrænu í síðustu viku.

Lesa meira

Rostungur flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði

rostungur rfj kristjan svavarsUm þriggja metra rostungur vakti mikla athygli Austfirðinga í gær þar sem hann flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði. Sjónarvottar segja að rostungurinn hafi legið þar pollrólegur, alveg flatur og haft það gott. Stöku sinnum hafi hann reist sig upp. Rostungurinn hafði áður viðkomu í Færeyjum og þarlendis hafa menn fylgst fullir áhuga með ferðum dýrsins.

Lesa meira

Skapandi greinar á Seyðisfirði kortlagðar

seydisfjordurListamannateymið RoShamBo, í góðri samvinnu við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi hefur nú lokið vinnu við vefkort sem hefur að geyma upplýsingar um öll helstu verkstæði, vinnustofur, sýningarými og áhugaverða staði á Seyðisfirði. 

Lesa meira

Fara í tónleikaferð til Jakútíu: Kjuregej snýr heim

braedslan 2011 0133 webSöngkonan Kjuregej ásamt tónlistarmönnunum Charles Ross og Halldóri Warén leggja á fimmtudag upp í tónleikaferð til Rússlands. Förinni er heitið á æskuslóðir söngkonunnar í Jakútíu í Síberíu.

Lesa meira

Sýning A Kassen opnuð í Skaftfelli

skaftfellOpnuð hefur verið sýning frá danska listahópnum A Kassen í Skaftfelli á Seyðisfirði. Hópurinn dvelur í gestavinnustofunni í júní og júlí.

Lesa meira

Óvenjulegur sýningarsalur listamanna

hallormsstadarskogurKlukkan fjögur í dag verður sýningin „Óskatré framundan“ formlega opnuð í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi. Á sýningunni munu sjö austfirskir listamenn sýna fjölbreytt verk í skóginum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.