Austfirskur fréttaannáll 2014 - Apríl

Article Index

Villaogsjóræningjarnir02Apríl:

Aprílgabb Austurfréttar snérist um ódýr flugfargjöld til Reykjavíkur ef menn bókuðu þau á flugvellinum á Egilsstöðum. Einhverjir hlupu apríl og fannst það misfyndið.

Á Fáskrúðsfirði var hætt við að hafa sameiginlegan stjórnanda yfir grunn- og leikskólanum í tilraunaskyni í einn vetur á meðan leikskólastjórinn yrði í námsleyfi eftir hörð mótmæli kennara.

Gjaldkera starfsmannafélags Fjarðaáls var vikið frá störfum eftir að grunur vaknaði um að hann hefði dregið sér milljónir úr sjóði félagsins

Leikfélag Seyðisfjarðar setti upp frumsamið leikverk um Villu og sjóræningjana. Aðalleikkonan var ellefu ára gömul.

Mikil umræða var um fjölmiðlun á Austurlandi. Rannsókn staðfesti hversu verulega hefði dregið úr henni eftir að útsendingum svæðisútvarps Ríkisútvarpsins var hætt. Fræðimenn hvöttu Austfirðinga til að styðja betur við þá miðla sem til staðar væru á svæðinu.

Þróttur í Neskaupstað beið lægri hlut fyrir Aftureldingu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Karlalið Hattar í körfuknattleik tapaði fyrir Fjölni í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeild.

Samið var við framkvæmdastjóra Austurbrúar um starfslok eftir langvinnar og hatrammar deilur innan stofnunarinnar. Samhliða var ráðist í vinnu á skipuriti og umhverfi stofnunarinnar til að tryggja framtíð hennar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.