Austfirskur fréttaannáll 2014 - Nóvember

Article Index

Honnunarverdlaun1Nóvember:

Umræða var um vopnaburð lögreglu um allt land. Í fórum austfirskra lögregluþjóna reyndust skammbyssur og kindabyssur.

Upplýsingamiðstöð Austurlands var lokað vegna fjárskorts hjá Austurbrú. Í framhaldinu fór af stað samtal og endurskoðun á framtíðarfyrirkomulagi miðstöðvarinnar.

Garnaveiki greindist á bæ í Hróarstungu. Fljótt kom í ljós að hún var víðar. Brugðist var við með víðtækri bólusetningu.

Austfirska verkefnið Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands og nokkrum dögum síðar hlaut LungA-skólinn á Seyðisfirði nýsköpunarverðlaun Morgunblaðsins meðal austfirskra fyrirtækja. Fyrr á árinu hlutu ábúendur í Fossárdal í Berufirði Landbúnaðarverðlaunin.

Fimm blaklið af höfuðborgarsvæðinu hótuðu að vera ekki með ef forkeppni bikarkeppninnar yrði haldin í Neskaupstað vegna bágrar fjárhagsstöðu og ferðakostnaðar en buðust þess í stað til að borga undir Þróttarliðið suður. Fleiri slík tilvik komu í ljós. Flest liðin skiluðu sér hins vegar austur.

Þrír Austfirðingar tóku þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið var með glæsibrag í Laugadalshöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.