Umræðan
Læknar óskast til starfa - sól og góðum móttökum heitið!
Austurland hefur gott orð á sér fyrir svo margra hluta sakir. Hér er hitastigið alltaf ásættanlegt á sumrin, skíðasnjórinn í tonnavís á veturna og falleg hauststól sem mýkir lendinguna fyrir okkur úr sumri yfir í vetur. Við höfum óspillta náttúruna í bakgarðinum, afþreyingu fyrir fjölskylduna á hverju strái og öflugt fólk sem vinnur að því alla daga að gera þetta samfélag gott fyrir þá sem hér búa. Hér hefur verið næg atvinna í boði, þjónusta við íbúa víða metnaðarfull, uppbygging og framfarir sjáanlegar og nú horfum við einnig fram á að greiðist úr íbúðarhúsnæðisvandanum sem við, eins og aðrir landshlutar, höfum staðið frammi fyrir.