15. september 2023
Austfirsk jarðgöng - hagkvæm forgangsröðun
Samgöngumál á Austurlandi eru eitt umdeildasta umræðuefni Austurlands. Sterkar skoðanir, miklar tilfinningar og valda oft á tíðum heiftugum deilum innan veggja kommentakerfa. Þær deilur ná til sveitarstjórnarmanna, þó í meira bróðerni séu og með málefnalegri hætti en tíðkast á veraldarvefnum. Engu að síður valda þessar deilur, tilfinningasemi og hagsmunir því að umræðan tekur ekki mið af heildarhagsmunum, arðsemi, fjárhagslegum styrk, atvinnu- og byggðaþróun né umferðaröryggi.