Vonskuveður víða í fjórðungnum

Slæmt veður er nú víða á Austurlandi, él og hvasst. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti eitthvað fyrr en með morgni. Spá er stormi við austurströndina í nótt; gangi í norðvestan 13-20 austan til á landinu með kvöldinu með snjókomu, en allt að 23 m/s við ströndina í nótt. Dregur úr vindi á morgun og snjókoma með köflum, 8-15 m/sek síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Ökutæki hafa verið föst á Fagradal, þ.á.m. flutningabíll með tengivagn, þar sem er þæfingur og mikil blinda. Blindbylur er á flestum vegum og þungfært. Ófært er á Mjóafjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi. Þriggja bíla árekstur varð skammt frá álverinu í Reyðarfirði þar sem ekið var á sjúkraflutningabíl með viðvörunarljósum og annar árekstur í Fáskrúðsfirði, á Dalavegi. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki.97339_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar