Stútfullur Austurgluggi af forvitnilegu efni

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Stöðfirðinginn Svövu Magnúsdóttur um einkar forvitnilegt borðspil sem snýst um helstu trúarbrögð veraldar, Sonju Björk Jóhannsdóttur, íþróttamann Hattar árið 2008 og Garðar Bachmann Þórðarson kvikmyndagerðarmann á Seyðisfirði. Fjallað er um áhugaverð tækifæri í atvinnusköpun fyrir fólk í dreifbýli, búsifjar bænda í Jökulsárhlíð vegna garnaveiki og helstu fréttir. Að auki eru birtar aðsendar greinar sem fjalla um allt frá erfiðu hlutskipti fyrirtækja í fjórðungnum til opnunartíma bókasafnsins í Neskaupstað. Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar skrifar um byggðaáætlun fram til 2013 og forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga fjallar um mikilvægi staðbundinna fjölmiðla.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar