Sækist eftir 5. til 8. sæti í NA-kjördæmi

Bernharð Arnarson, bóndi að Auðbrekku í Hörgárdal gefur kost á sér í 5. – 8. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í næstu alþingiskosningum.

bernhar_albertsson.jpg

Bernharð er búfræðingur og bóndi að Auðbrekku þar sem hann rekur blandaðan búrekstur ásamt eiginkonu sinni. Bernharð hefur starfað mikið að ýmsum félagsstörfum m.a. í leikfélagi Hörgdæla þar sem hann situr í stjórn, í Umf. Smáranum, en þar er hann varaformaður. Á undangengnum árum hefur Bernharð gegnt ýmsum störfum innan Framsóknarflokksins, m.a. sem formaður FUFAN, þar sem hann situr í stjórn. Þá er Bernharð varaformaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar