Skemmtilegar myndir á heraust.is

Ýmsu nýju efni hefur nú verið bætti inn á vef Héraðsskjalasafns Austurlands, www.heraust.is. Þar má m.a. finna frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnahússins, undir flokknum Fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu héraðsskjalasafnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna, en hún nefnist Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

 

Í tilkynningu segir að myndirnar í sýningunni séu allar úr myndasafni Vikublaðisins Austra og er um þriðjungur þeirra tekin af ýmsum viðburðum sem boðið var upp á í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar sumarið 1997. Jafnframt gefur að líta nokkrar myndir af íþróttaviðburðum og keppnisliðum og eru þær flestar teknar á síðasta áratug 20. aldar. Allar eru myndirnar í sýningunni af viðburðum á Fljótsdalshéraði. Nokkrar eldri myndir (svarthvítar) hafa slæðst með, flestar frá 9. áratugnum. Eins og venjulega vonumst við til að gestir heimasíðunnar sendi okkur línu ef þeir geta liðsinnt okkur með nöfn á óþekktu fólki eða gefið frekari upplýsingar um myndefnið.

Ábendingum er hægt að koma á framfæri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471 1417.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar