Höttur hafði betur gegn Fjarðabyggð

Höttur sigraði Fjarðabyggð í tveimur æfingaleikjum í knattspyrnu karla. Leiknir lagði Huginn og Sindra.

 

ImageLeikirnir fóru allir fram í Fjarðabyggðarhöllinni en liðin nýttu sér að fjöldi leikmanna þeirra kom austur í jólafrí. Öll lið vantaði samt nokkra lykilmenn og notuðu unga heimamenn.
Höttur og Fjarðabyggð mættust fyrst þann 27. desember. Þá vann Höttur 2-1. Jóhann Klausen og Högni Helgason skoruðu mörk Hattar en Sigurður Víðisson fyrir Fjarðabyggð. Liðin mættust aftur á laugardag og þá vann Höttur 4-2. Jóhann, Högni, Vilmar Freyr Sævarsson og Jónatan Logi Birgisson skoruðu mörk Hattar en Jóhann Benediktsson og Stefán Þór Eysteinsson fyrir Fjarðabyggð.
Leiknir lék við Sindra þann 28. desember og vann 4-3. Egill Steingrímsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni og Svanur Árnason og Almar Daði Jónsson sitt markið hvor. Leikinn gegn Huginn á laugardag vann Leiknir 0-3 og skoraði Hilmar Bjartþórsson tvö mörk og Tadas Jocys eitt. Huginsmenn hafa staðfest ráðningu Ljubisa Radovanovic sem þjálfara fyrir næsta tímabil en hann stýrði liðinu í fyrsta sinn seinasta sumar.

Myndasafn úr fyrri leik Hattar og Fjarðabyggðar er hér .

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar