Herdís Björk vill 3.-4. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Herdís Björk Brynjarsdóttir 25 ára, náms- og verkakona á Dalvík, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæmi. Hún óskar eftir stuðningi í 3.-4. sæti í prófkjörinu. Herdís Björk vann sem verkstjóri í frystihúsi Samherja á Dalvík í rúm þrjú  ár en vinnur nú almenn störf samhliða námi.

herds_bjrk_brynjarsdttir.jpg

Helstu áherslumál verða mennta- og atvinnumál, virkara lýðræði og jafnréttismál. Henni finnst að ungt fólk eigi að koma mun meira, og beinna að ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Herdís Björk hefur verið virkur félagi í Samfylkingunni og Ungum
Jafnaðarmönnum síðan 2007.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar