Fjölbreytt dagskrá á menningarminjadegi

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Á Austurlandi og Norðausturlandi verða tveir viðburðir. Á Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði verður opið milli 10:00 og 18:00 og er aðgangur ókeypis í tilefni af menningarminjadeginum. Bærinn er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins Bustarfelli. Þá mun Inga Sóley Kristjönudóttir minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Austurlandi kynna heiðarbýlið Hlíðarenda. Mæting er við afleggjarann að Sænautaseli kl. 13:00. Um 10-15 mínútna gangur er að býlinu og er nauðsynlegt að gestir mæti vel skóaðir og klæði sig eftir veðri.

burstarfell1.jpg


Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar