18 í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Alls gefa 18 kost á sér fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og er framboðsfrestur runninn út. Kjörfundur verður laugardaginn 7. mars. Sjö konur gefa kost á sér og 11 karlar. Sex falast eftir fyrsta sætinu.

cd16a2a0aeb3f9.jpg

Eftirtaldir einstaklingar buðu sig fram:


•   Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, 53 ára, Vopnafirði, sækist eftir 4.-5. sæti


•   Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi, 47 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-2. sæti


•   Benedikt Sigurðarson, framkvæmdarstjóri, 56 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-6. sæti


•   Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, 57 ára, Neskaupsstað, sækist  eftir 2. sæti


•   Gísli Baldvinsson, náms og starfsráðgjafi, 61 árs, Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti


•   Guðrún Katrín Árnadóttir, sérkennari, 51 árs, Seyðisfirði, sækist eftir 2.-4. sæti


•   Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur, 41 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti


•   Herdís Björk Brynjarsdóttir, nemi/verkakona, 25 ára, Dalvík, sækist eftir 3.-4. sæti


•   Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður, 21 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4.sæti


•   Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður bæjarráðs í Fljótdalshéraði, 50 ára, Egilsstöðum,

sækist eftir 1.-2. sæti.


•   Kristján L. Möller, samgönguráðherra, 55 ára, Siglufirði, sækist eftir 1. sæti


•   Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri, 48 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-8. sæti


•   Logi Már Einarsson, arkitekt, 44 ára, Akureyri, sækist eftir 3. sæti


•   Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur, 47 ára, Reykjavík, sækist eftir 2. sæti


•   Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri, 39 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 2.-4. sæti


•   Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri, 42 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-5. sæti


•   Þorlákur Axel Jónsson, framhaldsskólakennari, 45 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti


•   Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og formaður Byggðastofnunar, 55 ára , Þingeyjarsveit, sækist eftir 1.-4. sæti

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar