Íþróttir helgarinnar: Austfirsku liðin mæta til leiks í Íslandsmótinu um helgina

fotbolti einherji sindri bikar 0016 webFlautað verður til leiks í neðri deildum Íslandsmóts karla í knattspyrnu um helgina. Þá stendur frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrri æfingabúðum í frjálsum.

Í fyrstu deild karla hefur Fjarðabyggð leik í Grindavík á laugardag. Mikið hefur verið um meiðsli hjá Fjarðabyggð á undirbúningstímabilinu og er staðan sú af tuttugu leikmönnum meistaraflokks voru átta þeirra meiddir í vikunni.

Í annarri deild karla hefja Leiknir og Höttur leik klukkan tvö á laugardag. Höttur tekur á móti Njarðvík en Leiknir heimsækir Tindastól á Sauðárkróki.

Á sunnudag heimsækir Huginn Ægi í Þorlákshöfn.

Á Egilsstöðum stendur UÍA fyrir æfingahelgi í frjálsíþróttum fyrir 13 ára og eldri en Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir þjálfarar frá ÍR, sem þykja meðal þeirra fremstu á landinu, verða á Egilsstöðum.

Áhugasömum kennurum og þjálfurum er einnig velkomið að fylgjast með.

Frjálsíþróttafólk hefur ekki farið varhlut af síðbúnum vetri eystra frekar en aðrir íbúar svæðisins. Hópur sjálfboðaliða hittist því á Vilhjálmsvelli í gær til að moka atrennubrautirnar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar