Knattspyrna: Lengjubikarnum lokið hjá austfirsku liðunum

fotbolti kff hottur kvk juli14 0011 webAustfirsku liðin hafa lokið þátttöku sinni í Lengjubikarnum þetta vorið en engu þeirra tókst að komast í úrslitakeppnina. Framundan er bikarkeppnin og svo Íslandsmótið.

Það var kvennalið Hattar sem spilaði síðasta leikinn en liðið tapaði 0-2 fyrir Hömrunum í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag.

Liðið endaði neðst í riðli 3 í C-deild án stiga. Fjarðabyggð lék í sama riðli og endaði í þriðja sæti með fimm stig en liðið vann Hött 3-1 í fyrstu umferðinni.

Það var karlalið Fjarðabyggðar sem hóf keppnina og það lauk einnig fyrst keppni fyrst en riðlakeppni A-deildar karla lauk í lok mars. Fjarðabyggð endaði í 6. sæti riðils 3 með sex stig eftir sigra gegn Keflavík og Haukum og jafntefli gegn Grindavík en tap fyrir Þór, Val, Stjörnunni og ÍA.

Leiknir og Höttur léku í riðli 3 í B-deild. Leiknir varð í öðru sæti með 12 stig, stigi á eftir Völsungi en Höttur í þriðja sæti með átta stig. Leiknir vann Hött í fyrstu umferðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar