Völva Agl.is: Dægurmál og íþróttir

volvumynd_web.jpgÍslenskir íþróttamenn standa ekki undir væntingum á árinu. Fjármagn skortir til að styðja þá í harðri alþjóðlegri samkeppni. Íslendingar fjarlægjast náttúruna og gömul vinnubrögð eru gleymd. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðrum hluta völvuspár Agl.is.

 

Dægurmál:

Kvartað verður yfir ýmsu. Eftir að kaupfélög hættu og nýjar verslanir hafi ekki til sölu gallabuxur eða gúmmískó. Aðeins sjómenn ná stígvélum en bændur og skógræktarmenn eru æ í vandræðum með að fata sig upp í heimahéraði.

Kvartað verður yfir veruleikafyrringu hjá menntafólki og sagt að háskólastúdentar hlaupi á eftir nýmörkuðum lömbum með plástur og frægir rithöfundar spyrja: Hvað er brennimark.

Fólk mun hafa áhyggjur að enginn muni kunna lengur að mjólka kú eða moka flór.

Það verður gagnrýnt að rugla saman dansi og leikfimi og sagt að það væri nær að draga fram harmóniku og kenna börnum gömlu dansana í skólum, einnig ræðumennsku og almenna kurteisi.

Ferðamennska verður minni á Íslandi en búist var við í sumar vegna kreppu í Evrópu.

Dópsmygl fer minnkandi en innlend framleiðsla á fíkniefnum vex gríðarlega. Dómar yfir dópsölum munu þyngjast.

Fréttir af afeitrunarstöðvum í Evrópu sem lækna fólk á einni viku með sérstöku náttúrulyfi vekja mikla athygli og talsvert verður togast á um þetta, þar til sannleikurinn kemst til skila.

Offjölgun sumra villtra dýra sem eru alfriðuð þykir ekki gefast vel. Refur, örn, minkur, og skúmur þykja valda tjóni á öðrum dýrum.

Kanínur verða sagðar fjölga sér hratt og grafa allt í sundur í Kjarnaskógi. Þrætt verður um friðun þessara dýra og vísindamenn blandast í málið.

Nýja stóra varðskipið reynist svo tæknilega flókið að það kostar offjár að gera það nothæft.

Verslunarmáti sumra Íslendinga breytist ekki, verslunarferðir til útlanda fyrir jól. Það sýnir að sumir hafa fjárráð og búa ekki við sama skort og þeir sem þarf að gefa mat.

Íþróttir:

Þar verða væntingar meiri en árangur. Þó afreksmenn skjóti upp kollinum stöku sinnum finnst fólki allt of miklu af fjármunum eytt í þessi félög, á meðan fólk er skattlagt til fátæktar og heilbrigðisþjónusta fer þverrandi við þjóðina.

Íþróttafélög búa við fjárskort, fáir góðir íþróttamenn geta sér frægð svo eftir verður tekið. Ólympíuleikarnir verða í sviðsljósi hvað það varðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.