Vinavika á Vopnafirði

ImageÆskulýðsfélag Hofsprestakalls, Kýros, hefur í vikunni staðið fyrir vinaviku með ýmsum viðburðum og óvæntum uppákomum.

 

Í dag stendur til að hjálpa fólki að raða í poka, boðið verður upp á frítt knús og fólkið á hjúkrunarheimilinu heimsótt.

Á miðvikudagsmorgun vöknuðu unglingarnir fyrir allar aldir til þess að dreifa skilaboðum um vinátttuna til íbúa þorpsins áður en það hélt til vinnu. Með þessu framtaki sýndu unglingarnir hvað má gera mikið með einföldum hætti, hafa áhrif á umhverfið og oft þarf ekki mikið til til að gleðja og vekja jákvæðar tilfinningar.

Í gær var Vinaskrúðganga og á sunnudaginn kærleiksmaraþon í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju, þar verður boðið upp á ókeypis vöfflukaffi, bílaþvott, andlitsmálun fyrir börnin ofl. Einnig gengið í hús og boðin fram aðstoð við heimilisstörfin. Þá lýkur dagskrá Vinavikunnar með guðsþjónustu kl. 17:00 í Vopnafjarðarkirkju, þar sem unglingar taka virkan þátt.

Tilgangur Vinavikunnar er að minna á hin sönnu verðmæti lífsins, vináttuna og kærleikann: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt en þeirra er kærleikurinn mestur.“ (Kor 13.13). Í vinavikunni eru allir hvattir til að sýna umhyggju; heilsa, vinka, brosa, heimsækja, rétta hjálparhönd og þannig styrkja jákvæð tengsl við hvert annað.
 
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hofsprestakalls: www.kirkjan.is/hof
 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.