Vilja ekki að fjármunir menningarsamninga fari í safnamál

meirihlutaskipti_fljotsdalsherad.jpgBæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst alfarið gegn hugmyndum um að þeim fjármunum sem ráðstafað hefur verið til menningarsamninga sveitarfélaga verði ætlað að standa að einhverju leiti undir safnastarfsemi á landsbyggðinni.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á seinasta fundi ráðsins.

Í bókun ráðsins er bent á að í menningarsamningum er sérstaklega tekið fram að greiðslur samkvæmt þeim eigi ekki að renna til hefðbundins reksturs safna.

„Með hliðsjón af reynslunni af menningarsamningunum er þó hægt að mæla með því að úthlutun fjármuna til safnastarfs verði framkvæmd með svipuðum hætti, þ.e.a.s. með svæðisbundnum samningum og úthlutun styrkja undir yfirumsjón heimamanna í stað starfsmanna ráðuneyta.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.