Vilja efla fiskvinnsluna
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. apr 2009 17:49 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Atvinnumálanefnd Vopnafjarðar telur brýnt að leita allra leiða til að styrkja stoðir fiskvinnslu á Vopnafirði.
Í tillögu sem samþykkt var á fundi nefndarinnar fyrir skemmstu er hvatt til að kallað verði eftir formlegum fundi með forsvarsmönnum HB Granda þar sem leitað verði leiða til að tryggja sem best öryggi fiskvinnslufólks.
Á Vopnafirði hafa menn einnig rætt skipulag sumarvinnu ungmenna. Kanna á möguleika á sérstökum verkefnum, til dæmis í skógrækt og göngustígagerð, í samvinnu við Vinnumálastofnun.
Á Vopnafirði hafa menn einnig rætt skipulag sumarvinnu ungmenna. Kanna á möguleika á sérstökum verkefnum, til dæmis í skógrækt og göngustígagerð, í samvinnu við Vinnumálastofnun.