Vegreiði 2010 í Bragganum á Egilsstöðum

Laugardaginn 12. júní verða tónleikarnir Vegareiði haldnir í fimmta skipti í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum.

vegareii1.jpgAð þessu sinni koma sjö hljómsveitir fram á tónleikunum, en meira en þrjátíu hljómsveitir  hafa komið við sögu á þessum tónleikum gegnum árin.  Vaxandi mæting hefur verið á þessa tónleika í gegnum tíðina og verður þessi viðburður stærri með
hverju árinu sem líður.

Þær hljómsveitir sem koma fram að þessu sinni eru:

Mammút frá Reykjavík. Hljómsveitin spilar popp/rokk af bestu gerð. Hún vann eftirminnilega Músíktilraunir fyrir nokkru og eru ein af betri rokksveitum landsins. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin spilar á Vegareiði.

Miri frá Seyðisfirði/Héraði. Hljómsveitin hefur spilað mörgum sinnum áður á Vegareiði. Frábærir tónlistarmenn og ná alltaf upp stuði hvar sem þeir eru. Þeir spila instumental popp/rokk.

Chino frá Egilsstöðum. Spilar hart rokk af bestu gerð. Svokallaðan scream metal í bland við melódískar laglínur og með frábæra sviðsframkomu.

Brönd frá Egilsstöðum. Hljómsveitin spilar rokk með stórfurðulegri textagerð og mjög svo athyglisverðri sviðsframkomu.

Per.Nic Gundersen kemur frá Noregi á grundvelli samstarfs Menningarráðs Austurlands og Vesterålen í Noregi.  Hann kom fram árið 2007 á Vegareiði sem þá var haldið í Selskógi við frábærar undirtektir.  Í ár kemur hann með Sigurd Konstad Haanes með sér til halds og trausts og með kassagítarana að vopni. Aldeilis frábærir tónlistarmenn þar á ferð.

Buxnaskjónar frá Akureyri. Þeir spila pönk/rokk og frábærir á sviði.  Hljómsveitin spilaði í fyrra og þóttu stórskemmtilegir. Ekki er búist við minna af þeim í ár.

Romeo must die er frá Egilsstöðum. Glænýtt band með gamla bassaleikaranum úr Chino í broddi fylkingar. Nú er hann komin með gítar í hönd og leiðir þetta band. Brjálað rokk eins og það gerist best.

Bragginn opnar kl. 19.00 og tónleikunum lýkur upp úr miðnætti. Ekkert aldurstakmark og frítt er inn.   Nánari upplýsingar veita Kormákur Máni Hafsteinsson í 893 0370 Halldór Waren í 8947282.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.