Urður María meðal afburðanemenda

Urður María Sigurðardóttir, frá Hornafiðri, var meðal þeirra ellefu sem í dag fengu styrku úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands.

 

ImageUrður María útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. Við þann áfanga fékk hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, samfélagsgreinum og listgreinum.

Urður hefur nám í sálfræði í HÍ næsta haust. Veittir eru ellefu styrkir til nemenda sem hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og eru að hefja nám í skólanum næsta haust. Að auki er horft til virkni stúdents í félagsstörfum í framhaldsskóla auk árangurs á öðrum sviðum, svo sem í listum eða íþróttum. Urður María var fyrirliði Gettu betur liðs ME sem komst í sjónvarpshluta keppninnar í vetur og lauk fjölda listfræðiáfanga við skólann.

Styrkurinn nemur þrjú hundruð þúsund krónum auk niðurfellingar skráningargjalds skólans, sem er 45.000 krónur. Þetta er í annað sinn sem veitt er úr sjóðnum. Í fyrra hlaut Vordís Eiríksdóttir úr Neskaupstað styrk. Eitt hundrað og nítján umsóknir bárust í sjóðinn að þessu sinni.

Urður María er alin upp á Höfn í Hornafirði en er ættuð frá Miðhúsum á Fljótsdalshéraði og Vestfjörðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar