Ungt fólk og lýðræði

ungt_folk_lydraedi_2012.jpg

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 29. – 31. mars á Hótel Hvolsvelli. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður ungt fólk og fjölmiðlar. Ungmennafélag Íslands hefur ávallt lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs fólks og vandað hefur verið til dagskrár ráðstefnunnar. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldinn en áður hefur hún verið á Akureyri og Laugum í Dalasýslu.

 

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun ávarpa þátttakendur við setningu ráðstefnunnar. Þátttakendur byrja að fá kynningu um fjölmiðla þar sem Helgi Seljan, fjölmiðlamaður heldur erindi. Þá verður erindi um mannréttindi og hópefli og þátttakendur velja sér síðan vinnustofur í framhaldi af því. Kvöldvökur verða bæði kvöldin og ættu allir að hafa bæði gagn og gaman af.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 70 manns. Þátttökugjald eru 10.000.- fyrir hvern einstakling og eru allar ferðir, upphald og ráðstefnugögn innifalin. 

Nánari upplýsingar eru á www.umfi.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar