Undir Klausturhæð: Sýning um miðaldaklaustrið að Skriðu

skriduklaustur3d_web.jpg
Á morgun verður opnuð í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri sýning um sögu klaustursins og rannsóknina sem staðið hefur yfir síðustu tíu ár og veitt margar nýjar upplýsingar um samfélag síðmiðalda.

Á sýningunni eru m.a. munir sem varðveittir eru á Þjóðminjasafninu en tengjast sögu klaustursins, s.s. Maríulíkneski, kaleikur og patína og nisti. Þá verður frumsýnt þar tölvugert þrívíddarlíkan af klausturbyggingunum eins og þær gætu hafa litið út á klausturtíma. 

Í fyrrasumar lauk uppgreftri á minjum munkaklaustursins sem starfrækt var á Skriðuklaustri 1493-1554. Fornleifarannsóknin, sem stýrt er af dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi, er ein af þeim stærri sem unnin hefur verið á Íslandi síðustu áratugina. Er þetta í fyrsta sinn hérlendis sem klaustur frá miðöldum er grafið upp í heild sinni og að auki voru um 300 grafir rannsakaðar.

Sýningin Undir Klausturhæð stendur í allt sumar á Skriðuklaustri. Frá 1. júní er opið alla daga kl. 10-18. Sýningin er samstarfsverkefni Skriðuklaustursrannsókna, Gunnarsstofnunar og Þjóðminjasafns Íslands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.