Útvarp Seyðisfjörður sendir út sögur úr frásagnasafni

utvarp_seydisfjordur.jpg
Útvarps Seyðisfjörður sendir um helgina, í tilefni af Dögum myrkurs, út upptökur úr frásagnasafni sem unnið hefur verið að á vegum menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells í tæp tvö ár. 
 
Sent verður út allan sólarhringinn á tíðninni FM 101,4. Útsending hófst á miðnætti og stendur fram á sunnudag. FM útsendingin næst aðeins á Seyðisfirði en fyrir aðra áhugasama má benda á netútsendingu.
 
„Tilgangur Frásagnasafnsins er að safna frásögnum allra íbúa Seyðisfjarðar á árunum 2011 til 2012 og varðveita einskonar svipmyndir, sem saman gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Alls hafa safnast nærri 200 frásagnir en söfnunin er á lokastigum og endar í desember,“ segir á vef Útvarps Seyðisfjarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.