Tug þúsunda söfnuðust til styrktar Umhyggju

umhyggja_web.jpg
Tug þúsund króna söfnuðust til styrktar Umhyggju, styrktarfélagi langveikra barna, á firmamóti í knattspyrnu sem haldið var í blíðskaparveðri á Fellavelli í gær.

Að sögn mótshaldara Þórarins Mána Borgþórssonar, heppnaðist mótið mjög vel. „Allir sem mættu á mótið, hvort sem það voru þátttakendur eða áhorfendur, skemmtu sér vel. Númer 1, 2 og 3 var að hafa gaman og um leið að styrkja Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Hvort tveggja tókst vonum framar, tug þúsunda króna söfnuðust og fóru allir sáttir heim eftir góðan dag.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar