Tónleikar til minningar um Þröst Rafnsson

throstur_rafnsson.jpgStórtónleikar til minningar um gítarleikarann Þröst Rafnsson verða haldnir í Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld. Fram koma fyrrverandi nemendur, samstarfs- og samferðamenn hans í tónlistinni jafnt heimamenn sem brottfluttir.

 

Þröstur lést seinasta haust langt fyrir aldur fram. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum í kvöld eru Súellen, Bjarni Tryggva, Coney Island Babies og Hljómsveit Magneu.

Húsið opnar 21:00 og tónleikarnir hefjast hálftíma síðar. Allur ágóði rennur í minningarsjóð um Þröst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.