Tímamótum fagnað í Egilsstaðakirkju

Egilsstaðakirkja fagnar þrjátíu og fimm ára afmæli sínu sunnudaginn 14. júní. Jafnframt er á þeim tímamótum haldið upp á lok endurbóta á kirkjunni og safnaðarheimili að Hörgsási 4, gegnt kirkjunni verður formlega tekið í notkun.

egilstada1.jpg

 

Endurbætur á innrými kirkjunnar hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Nú er búið að leggja flísar á gólf kirkjunnar, færa predikunarstól og orgelpúltið um set og hnika fleiru til við altari. Kirkjan keypti á síðasta ári íbúðarhús að Hörgsási og er búið að laga þar rafkerfi og hagræða ýmsu með tilliti til starfseminnar. Safnaðarheimilið mun geta tekið 70 til 100 manns í sæti og nýtist bæði húsið, garðskáli og garður safnaðarstarfinu.Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, sóknarprestur Egilsstaðasóknar, segir framkvæmdalok við kirkjuna og tilkomu safnaðarheimilis mikið gleðiefni. Tilurð safnaðarheimilis gefi mikla möguleika og gríðarlegur munur sé að fá meira svigrúm fyrir allt það mikla og fjölbreytta starf er tengist kirkjunni.Hátíðarmessa verður á sunnudag í tilefni dagsins og predikar hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að messu lokinni verður flutt ávarp í tilefni framkvæmdanna og gengið með Biblíu og krossmark auk fleiri gripi í safnaðarheimilið. Þar verður húsblessun og kirkjugestum að því búnu boðið upp á kaffiveitingar.Egilsstaðakirkja var vígð 16. júní 1974. Hún var teiknuð af Hilmari Ólafssyni og hófst bygging hennar árið 1968.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.