Tímamótum fagnað í Egilsstaðakirkju
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jún 2009 12:40 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Egilsstaðakirkja fagnar þrjátíu og fimm ára afmæli sínu sunnudaginn 14. júní. Jafnframt er á þeim tímamótum haldið upp á lok endurbóta á kirkjunni og safnaðarheimili að Hörgsási 4, gegnt kirkjunni verður formlega tekið í notkun.

Endurbætur á innrými kirkjunnar hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Nú er búið að leggja flísar á gólf kirkjunnar, færa predikunarstól og orgelpúltið um set og hnika fleiru til við altari. Kirkjan keypti á síðasta ári íbúðarhús að Hörgsási og er búið að laga þar rafkerfi og hagræða ýmsu með tilliti til starfseminnar. Safnaðarheimilið mun geta tekið 70 til 100 manns í sæti og nýtist bæði húsið, garðskáli og garður safnaðarstarfinu.