Tökuliðið mætt á staðinn: Undirbúið fyrir komu Stillers

ben_stiller_skidaskali_0001_web.jpg
Kvikmyndatökulið Ben Stillers sást á ferli í Seyðisfirði í dag við undirbúning en stórstirnið sjálft er væntanlegt á morgun þegar tökur hefjast.

Eins og Austurfrétt greindi frá í gær verða senur í Hollívúdd-myndina The Secret Life of Walter Mitty teknar upp í miðbæ Seyðisfjarðar á morgun og Fjarðarheiði á föstudag.

Tökuliðið er komið austur. Annar helmingur hópsins hefur aðsetur við skíðaskálann í heiðinni. Þar var fjöldi bíla í dag þegar Austurfrétt átti leið hjá. Að auki voru komin upp skilti neðar í heiðinni við útsýnispallinn en takmarka þarf umferð þar um á föstudaginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.