Tækniminjasafn fagnar afmæli

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði á 25 ára afmæli á þessu ári. Til þess að fagna þessum áfanga verður haldið afmælisboð á safninu á morgun, laugardag, milli kl. 16 og 17. Sýningin ,,Safn á leiðinni"  verður opnuð og gestir fá tækifæri til þess að skoða hana með leiðsögn starfsmanna.

morsetaeki.jpg

Sr. Cecil Haraldsson, stjórnarformaður Tækniminjasafnsins, ávarpar gesti og Jóhann Grétar Einarsson, símritari, fyrrverandi símstöðvarstjóri og safnvörður segir nokkur vel valin orð. Léttar veitingar í boði. Boðið hefst á Símstöðinni, Hafnargötu 44 Seyðisfirði, kl. 16 stundvíslega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.