Þrettándabrennur og flugeldasýningar á fjórum stöðum

Þrjár þrettándabrennur auk þriggja flugeldasýninga á samtals fjórum stöðum verða haldnar á Austurlandi í kvöld.

Á Egilsstöðum er engin brenna, aðeins flugeldasýnins. Henni verður skotið upp frá Þverklettum klukkan 18:00.

Á Djúpavogi verður brenna á Hermannastekkum klukkan 17:00. Foreldrar barna í fimmta bekk Djúpavogsskóla sjá um brennuna en björgunarsveitin Bára býður þar upp á flugeldasýningu.

Á Borgarfirði verður brenna klukkan 20:00 við norðurenda flugvallarins. Líkur eru á að skessan Gellivör láti sjá sig þar.

Á Vopnafirði verður kveikt í brennu klukkan 16:30 á Búðaröxl. Kiwanisklúbburinn býður til flugeldasýningar sem verður í veglegra lagi þar sem klúbburinn er 55 ára í ár.

Helgin er annars róleg eystra. Skíðasvæðið í Stafdal opnaði í gær en enn er einhver bið á að nægur snjór verði í Oddsskarði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.