Thorvald Gjerde verðlaunaður af Rótarý félögum

thorvald_gjerde_jartrudur_olafs_rotary.jpgThorvald Gjerde, organisti og tónlistarkennari, var í gær verðlaunaður af Rótarýklúbb Fljótsdalshéraðs fyrir framlag sitt til menningar og samfélags á svæðinu.

 

Thorvald, sem er fæddur Norðmaður og bjó á Stöðvarfirði áður en hann fluttist upp á Hérað, hlaut hina árlegu viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbsins. Thorvald er kirkjuorganisti á Egilsstöðum en hefur einnig kennt á ýmis hljóðfæri. Hann hefur einnig verið meðal forsprakka sumartónleikaraðar í Vallaneskirkju en sú tónleikaröð hefst einmitt á fimmtudagskvöld.

Thorvaldur var lítillátur þegar hann tók við verðlaununum, viðurkenningarskjali og 75 þúsund króna ávísun úr sjóðnum úr hendi Jarþrúðar Ólafsdóttur.

„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar en mesta viðurkenningin er gleðin. Gleðin sem maður upplifir frá þeim sem maður vinnur með. Það er samt alltaf gaman að fá smá auka bónus.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.