VG - kosningar - sept 2021

Tæplega 100 ára gömul kvikmynd frá Eskifirði

Fyrir um ári síðan opnaði Kvikmyndasafn Íslands vefinn islandafilmu.is í samstarfi við kvikmyndasafnið í Danmörku. Vefurinn hefur það að markmiði að opna safnkost Kvikmyndasafns Íslands fyrir almenningi.

Á vefnum er að finna alls kyns gullmola og í vor var bætt við talsvert miklu efni á vefinn.
Meðal þess sem kom nýtt inn á vefinn var tæplega 100 ára gömul kvikmynd frá Eskifirði en hún er talin vera frá annaðhvort árinu 1923 eða 1924.

Um er að ræða stórmerkilega heimild því afar lítið hefur varðveist af filmum sem teknar voru fyrir árið 1930. Það var Sveinn Guðnason ljósmyndari á Eskifirði sem tók kvikmyndina en myndin er sú eina sem varðveist hefur eftir hann og ekki ljóst hvort hann hafi fengist við frekari kvikmyndun.

Kvikmyndin er um tvær mínútur að lengd og þögul. Þar má sjá svipmyndir af bænum, börn að leik og fólk dansa utandyra. Myndina má sjá með því að smella á hlekkinn hér neðar.

https://filmcentralen.dk/museum/island-paa-film/film/eskifjordur-1923

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.