„Það er auðvitað hundfúlt að missa af blótinu”

„Þetta er auðvitað úrslitaþáttur vetrarins og maður veit ekki með framtíð þáttanna,” segir Hákon Ásgrímsson, einn þeirra sem skipar lið Fjarðabyggðar sem mætir liði Kópavogs í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.

Auk Hákons skipa þau Birgir Jónsson og Heiða Dögg Liljudóttur lið Fjarðabyggðar. Hákon segir að hart verði barist í kvöld.

„Það er alltaf gaman að keppa í Útsvarinu. Kópavogur er með flott lið sem við mættum að hluta til fyrir tveimur árum. Þá gekk reyndar vel hjá okkur, en þau hafa staðið sig mjög vel í vetur þannig að þetta verður hörku keppni,” segir Hákon.

Liðið hittist að venju seinnipartinn í dag til þess að hita upp og stilla saman strengi. „Tökum tökum stutta æfingu þar sem við svörum spurninugum og æfum leikinn. Við ætlum að gera okkar allra besta í kvöld.”

Hákon þarf að fórna þorrablótinu á Reyðarfirði sem fram fer í kvöld. „Það er auðvitað hundfúlt að missa af blótinu sem er helsti menningarviðburður ársins á Reyðarfirði. Ég hins vegar náði að fara á generalprufuna í gær og get fullyrt það að þeir sem mæta í kvöld verða ekki sviknir af annálnum.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.