Sveinbjörg sýnir Hrafna-Flóka í gallerí Klaustri

sveinbjorgsyn_klausturjuni11_web.jpgOpnuð hefur verið í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri sýning Sveinbjargar Hallgrímsdóttur, listakonu á Akureyri, á myndskreytingum við norska sögu um Hrafna-Flóka.

 

Útgáfa bókarinnar var samvinnuverkefni milli sveitarfélagsins Sveio á vesturströnd Noregs, norska sendiráðsins á Íslandi og fleiri aðila.

Skáldkonan Sylvien Vatle var fengin til að skrifa sögu um þennan frækna víking og Sveinbjörg var valin til að myndskreyta verkið sem kom út í Noregi haustið 2010 og er nýkomin út á Íslandi hjá bókaútgáfunni Hólum.

Á  sýningunni í gallerí Klaustri eru 12 grafíkverk. Hún stendur til 29. júní og er opin alla daga kl. 10-18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.