Skip to main content

Svartfugl á hlaðvarpi RUV

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. maí 2009 09:22Uppfært 08. jan 2016 19:20

Hinn 18. maí voru liðin 120 ár frá því Gunnar Gunnarsson skáld fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Af því tilefni hafa Útvarpið, Gunnarsstofnun og erfingjar Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda tekið höndum saman um að gera eitt af þekktustu verkum Gunnars aðgengilegt á hlaðvarpi RUV.

gunnar_gunnarsson.jpg

Skáldsagan Svartfugl byggir á svokölluðum Sjöundármálum, morðum sem áttu sér stað á Rauðasandi í byrjun 19. aldar. Sagan var fyrst gefin út á dönsku 1929 en á Íslandi kom hún út 1938 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Árið 1956 las Gunnar þýðingu Magnúsar í Útvarpinu og það er sá lestur sem áhugasamir geta nú sótt sér endurgjaldslaust á hlaðvarpi RUV. Á undan sögunni flytur Gunnar Gunnarsson inngangsorð þar sem hann greinir frá því hvernig hann kynntist söguefninu.