Sumarmál í Sláturhúsinu

Image

Þessa dagana er sýningin "Sumarmál" opin í Vegahúsinu í Sláturhúsinu. Þar sýnir Ingunn Þráinsdóttir plöntuteikningar og textílhönnun í tengslum við listamannadvöl sína í Vesterålen í norður-Noregi haustið 2010.

Opnun sýningarinnar var 16. apríl síðastliðinn og tókst afar vel til. Á sýningunni eru tuttugu og ein teikning ásamt prótótýpum af textíllínunni FLÓRU. Öll verk sýningarinnar eru til sölu og er verðinu haldið í lægri kantinum.

Í sumar verður síðan haldið í ferðalag með sýninguna þar sem hún verður sett upp á Vopnafirði, Djúpavogi og Sortlandi í Vesterålen í norður-Noregi.

Sýningin stendur til 30. apríl og eru allir hjartanlega velkomnir.

Facebook viðburður sýningarinnar: http://www.facebook.com/editprofile.php?sk=picture#!/event.php?eid=121995881209876

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.