Styttist í frumflutning óperunnar The Raven's Kiss ​á Seyðisfirði

„Aðalmarkmið verkefnisins að sameina austfirskt listafólk, sem er að gera það gott á sínu sviði, erlendis og hérlendis. Verkefni sem þetta skapar því vettvang til að vinna saman og mynda tengslanet sem vonandi leiðir af sér blómlegt samstarf,” segir sópransöngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir sem jafnframt er verkefnastjóri óperunnar Raven's Kiss sem frumflutt veðrur á Seyðisfirði í lok ágúst. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.


Raven's Kiss verður frumflutt í Herðubreið á Seyðisfirði 23. ágúst næstkomandi. „Hugmyndin kviknaði hjá okkur Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, frænda mínum og leikara, en bæði erum við ættuð að austan og höfum látið okkur dreyma um að setja upp metnaðarfullt verkefni á heimaslóðum,” segir Berta Dröfn.

The Raven's Kiss er ópera í tveimur þáttum. Evan Fein samdi tónlistina en Þorvaldur Davíð skrifaði söguþráðinn og textann. „Þorvaldur Davíð og Evan kynntust í The Julliard School í New York, þar sem þeir stunduðu báðir nám. Sameiginlegur áhugi þeirra á norrænum þjóðsögum varð kveikjan að samstarfinu og unnu þeir verkið að miklu leyti hérlendis. Óperan er skrifuð fyrir fimm einsöngvara og litla hljómsveit. Sagan gerist í litlu sjávarþorpi og er byggð á íslenskri þjóðsögu. Dularfull kona, framandi og fögur, kemur óvænt í þorpið og við það breytist líf, hegðun og hugsun heimamanna," segir Berta Dröfn, en safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.

„Með svona metnaðarfullri uppfærslu, frumflutning á óperu, getum við skapað jákvæðar fyrirmyndir og ungt fólk sér áhrif þess að leggja sig fram í því sem það vill gera í framtíðinni,” segir Berta Dröfn, sem einnig syngur í sýningunni. Auk hennar syngja þau ​Bergþór Pálsson, Egill Árni Pálsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Hljómsveitin skipa C​harles Ross á fiðlu, Ragnar Jónsson á selló, Sigurður Helgi Oddsson á píanó og Sóley Þrastardóttir á flautu. flauta. 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar