Stuðningsmenn yfirlæknis biðja heilbrigðisráðherra að skoða allar hliðar málsins

Stuðningsmenn yfirlæknis Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð sendu í morgun frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. er fjallað er um úttekt Ríkisendurskoðunar á máli læknisins. Segir í tilkynningunni að þess sé farið á leit við ráðherra heilbrigðismála að hann kynni sér allar hliðar málsins til að það fái farsælan endi. Þá vill hópurinn að kannað verði hvort stjórnsýslulagabrot hafi verið framið á yfirlækninum. Boðað er til fundar um heilbrigðismál í Fjarðabyggð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.

hsamtmli8.jpg

Eskifirði 30.10 2009.

  

Fréttatilkynning.

  

Við stuðningsmenn yfirlæknisins á Eskifirði viljum koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:

 

1. Varðandi úttekt þá er Ríkisendurskoðun gerði á vinnubrögðum yfirlæknisins þá var það einhliða úttekt og ekki var gerður samanburður á verklagi hans og annara sem starfað hafa í Fjarðabyggð.

 

2. Aðal athugasemdir þær er Ríkisendurskoðun gerði varðandi yfirlækninn snúa að atriðum sem HSA setti ekki reglur um fyrr en 19.02 2009 en læknirinn var settur af tímabundið 12.02 2009 og því er ljóst að brotalamirnar snúa ekki eingöngu að hans verklagi.

 

3. Yfirlæknirinn er starfsmaður HSA og hefur verið starfandi í Fjarðabyggð frá árinu 1998 og hefur því verið launamaður hjá stofnunni allan þann tíma því sætir það furðu að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við verklag hans við reikingagerð og skýrslugerð fyrr en nú þar sem að það er eðlilega hlutverk yfirmanna að leiðbeina undirmönnum sínum um það sem betur mætti fara hjá þeim.

Það er staðreynd að á engum af mörgum stigum rannsóknarinnar hefur talin ástæða til kæri vegna fjárdráttar eins og ákæra stjórnar HSA snérist um.

 

4. Stuðningsmenn fara þess á leit og treysta því að heilbrigðisráðherra  kynni sér allar hliðar á þessu máli til þess að það fái farsælan endi.

 

5.  Við ætlumst til að viðkomandi yfirvöld og ransóknaraðilar kanni hvort stjórnsýslulagabrot hafa verið framin á yfirlækni heilsugæslu Fjarðabyggðar af stjórnendum H.S.A.  

  

Stuðningshópur.

 

Íbúar Fjarðabyggð

Boðað er til stórfundar íbúa miðvikudaginn 4. nóvnember . kl 20.

Fundarstaður: Kirkju og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð Eskifirði.

Fundarefni:  Staða heilbrigðismála (heilsugæslu Fjarðabyggðar)

Þessi mál snúa að okkur öllum. Mætum og sýnum samstöðu á erfiðum tímum.

 

Undirbúningshópur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.