Spurningalið keppa

Rúmlega 80 manns mættu í Golfskálann á Ekkjufelli síðastliðið föstudagskvöld til að fylgjast með Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs og Gettu betur liði Menntaskólans á Egilsstöðum hita upp fyrir næstu keppnir í sjónvarpinu.

spurningakeppni_golfskala.jpgÞað var mikil stemning yfir keppninni og greinilegt að fólk kann vel að meta þessi tvö lið sem fóru á kostum, hvað gáfur og skemmtilegheit varðar.

Það voru þeir bræður Gunnar og Egill Gunnarssynir, þaulreyndir spurningakeppnismenn frá menntaskólaárum sínum sem sömdu spurningarnar, spyrill var Hrafnkell Lárusson.
Það voru þau Stefán Bogi Sveinsson, Ingunn Snædal og Þorsteinn Bergsson sem báru sigur úr býtum og hlutu að launum glæsilegar gjafakörfur frá Samkaupum Úrval Egilsstöðum.  Strákarnir í ME liðinu fóru ekki tómhentir heim heldur, þeir fengu rósir í sárabætur, einnig frá Samkaupum Úrval.

Að sögn Hafdísar Erlu Bogadóttir sem hefur séð um rekstur Golfskálans undanfarið, var spurningakeppni salarins háð í hléi keppninnar.   Freyr Guðlaugsson sem búsettur er í London samdi spurningar fyrir móður sína sem stjórnaði keppninni í hléinu. Þóttu þær spurningar í erfiðari kantinum.

,,Einn af fáum sem var með fullt hús stiga í þeirri keppni var Eyjólfur Jóhannsson, faðir eins keppanda ME liðsins. Skemmtileg tilviljun, í verðlaun var flug í boði Flugfélags Íslands til Reykjavíkur, fram og til baka, Eyjólfur hefur því gott tækifæri til að fylgja Hrólfi syni sínum þegar lið Menntaskólans keppir í sjónvarpinu.

Spurningakeppnir eru greinilega eitt af því sem alltaf á miklum vinsældum að fagna og hefur í Golfskálinn haldið svokölluð  ,,pubquis" eða Bar-svar-kvöld þar sem Stefán Bogi Sveinsson hefur átt veg og vanda af spurningunum, auk þess að vera spyrill" sagði Hafdís Erla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.