Soroptimistar segja nei við ofbeldi

Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu næstkomandi mánudag. Gangan er liður í að vekja athygli á baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan hefst kl. 17.00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum.

 

 „Soroptimistar um allan heim ætla að taka höndum saman og vekja athygli á þessum mannréttindabrotum með sýnilegum hætti og hefja það átak 25.nóvember næstkomandi. Þá ætlar Soroptimistaklúbbur Austurlands að  standa fyrir ljósagöngu,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Soroptimistaklúbbi Austurlands.

Í fréttatilkynningu frá Soroptimistaklúbbnum segir að Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundins ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. 

Þessu sérstaka átaki lýkur svo á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10.desember. Það er jafnframt alþjóðlegur dagur Soroptimista.  

„Frá 2009 hefur Soroptimistasamband Evrópu beðið borgir að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit.  Appelsínugulur litur er tákn átaksins og við munum ganga undir slagorðinu Roðagyllum heiminn,“ útskýrir Guðbjörg.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að kirkjurnar á Egilsstöðum, Borgafirði eystra og Seyðisfirði verða lýstar upp á meðan þetta 16 daga alþjóðlega átak stendur yfir.  Með þessu móti vill Soroptimistaklúbbur Austurlands vekja athygli á baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Eins og fram hefur komið þá verður efnt til göngu í tengslum við átakið mánudaginn 25. nóvember.  Gangan hefst kl. 17:00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum. Gistihúsið býður síðan göngufólki upp á upp á heita drykki að henni lokinni. 

 

 

Frá göngu Soroptimista á Seyðisfirði í fyrra. Mynd: Þórunn Háldánardóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.