Söngkeppni framhaldsskólanna: Austfirsku skólarnir sitja báðir heima

barkinn_2012_0062_web.jpg
Hvorki framlag Menntaskólans á Egilsstöðum né Verkmenntaskóla Austurlands verða meðal þeirra tólf atriða sem keppa til úrslita í Söngkeppni framhaldsskólanna á laugardagskvöld. Djúpavogsbúinn Aron Daði Þórisson verður fulltrúi Austfirðinga í keppninni.

Aron Daði keppir fyrir hönd Menntaskólans í Kópavogi ásamt Jennu Katrínu Kristjánsdóttur. Þau flytja lagið Colours eftir Couplegrove.

Lögin tólf voru valin áfram á þann veg að atkvæði úr símakosningu vógu 50% á móti atkvæði dómnefndar. Gagnrýnt var að þetta væri fjölmennari skólunum á höfuðborgarsvæðinu í hag.

Fimm landsbyggðarskólar komust samt áfram: Fjölbrautaskóli Suðurlands, Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Menntaskólinn á Ísafirði og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Höfuðborgarskólarnir eru á móti:  Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Tækniskólinn og Verslunarskólinn.

Athygli vekur að stórir skólar á borð við Borgarholtsskóla, Menntaskólann á Akureyri og Fjölbrautarskólann í Ármúla komust ekki í lokakeppnina.

Fleira hefur vakið deilur við undirbúning keppnina. Að atriðunum skuli fækkað í tólf fyrir lokakvöldið þar sem allir sem viljað hafa fengið að vera með. Staðsetningin olli einnig deilum þar sem margir töldu vera komna hefð á Akureyri.

Talsmenn keppninnar svara því til að gera hafi þurft breytingar á keppninni til að hún yrði send út í sjónvarpi. „Það var annaðhvort að gera þær breytingar sem þurfti að gera eða láta keppnina niður falla,“ skrifa þeir á Facebook-síðu keppninnar. Þar er fjöldi athugasemdum frá framhaldsskólanemum og fleirum áhugamönnum sem langflestir vona að þetta fyrirkomulag sé ekki komið til að vera.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.