Skriðuklaustur: Fallbætur nýttar í menningarsjóð

klaustur_kristin_huld_kata_jak_bordi.jpgViljayfirlýsing hefur verið undirrituð milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Gunnarsstofnunar um að ráðherra beiti sér fyrir þvi´að sú fjárhæð, sem nemur andvirði fallbóta Landsvirkjunar fyrir þau vatnsréttindi sem nýtt eru í Kárahnjúkavirkjun, renni í Menningarsjóð Gunnars Gunnarssonar.

Sjóðurinn verður stofnaður með sérstakri skipulagsskrá á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis. Undirritunin fór fram á Skriðuklausturshátíð, sem fram fór á Skriðuklaustri í Fljótsdal 19. ágúst. Auk ráðherra undirritaði Gunnar Björn Gunnarsson, afkomandi skáldsins og stjórnarformaður stofnunarinnar, viljayfirlýsinguna.

Við sama tilefni var fornleifasvæðið á Skriðuklaustri opnað almenningi. Sjálfboðaliðar hafa með aðstoð hleðslumeistarar byggt grunnform klaustursins upp þannig að gestir geta skoðað sig um og áttað sig á herbergjaskipan.

Þá var undirrituð verndaráætlun svæðisins sem er samkomulag milli Gunnarsstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins. Í henni er bæði tekið á verndun klausturrústanna og aðgengi ferðamanna að þeim, en áætlað er að um 20.000 manns komi í Skriðuklaustur árlega. Ofan við svæðið hefur verið smíðaður rúmgóður útsýnispallur úr lerki úr Hallormsstaðarskógi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.