Símon Grétar áfram í Idol-inu

Vopnfirðingurinn Símon Grétar Björgvinsson varð síðasta föstudagskvöld meðal þeirra fimm keppenda sem tryggðu sig áfram í Idol stjörnuleit Stöðvar 2.

Þema þáttarins var ástin og söng Símon Grétar lagið Wicked Games með Chris Isaak. Flutningurinn tókst vel og var Símon Grétar aldrei nærri því að vera kosinn úr leik.

Það urðu hins vegar örlög tveggja annarra keppenda. Þar með eru aðeins fimm eftir. Haldið verður áfram að skera niður með símakosningu fram að úrslitaþættinum um miðjan febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.