Silfurberg: Mikilvægasta framlag Íslands til umheimsins?

breiddalsvik.jpgErindi eftir Leó Kristjánsson um silfurberg á Austurlandi, notkun þess og mikilvægi á heimsvísu verður flutt í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík föstudaginn 29. apríl kl. 12:15.

Leó Kristjánsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Á síðastliðnum sextán árum hefur hann meðal annars unnið að öflun gagna um notkun silfurbergskristalla í vísindum, einkum á tímabilinu 1780-1930.

Rannsóknir á þessum kristöllum, sem fram til 1900, eða lengur,  komu í flestum tilvikum frá Helgustöðum í Reyðarfirði, höfðu mikil áhrif á þróun ljósfræði og juku skilning á eðli efnisheimsins.  Enn meiri urðu áhrif svonefndra Nicol-prisma úr silfurberginu, sem notuð voru í sérhæfð ljóstæki til fjölbreytilegra rannsókna á mörgum sviðum raunvísinda. Óhætt er að segja, að íslenska silfurbergið hafi flýtt ýmsum mikilvægum tækniframförum mannkyns um áratugi.

Erindið er í senn sagnfræðilegt og jarðfræðilegt og er opið öllum. Boðið verður upp á súpu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.