Ísbjörn í Fellabæ

Vont veður hefur verið á Fljótsdalshéraði undanfarin dægur. Töluvert hefur snjóað, flestum til armæðu og trafala svo trauðla hefur verið fært milli byggða og landshluta.  Snjórinn er þó í annan stað alltaf  kærkominn litlum og stórum til listsköpunar. snjokall.jpgÞegar veður gerast svo válynd að vart er hundi út sigandi hvað þá litlum börnum, kætast stóru börnin og drífa sig út í rosann. Það gerðu alltént stóru börnin Rannveig, Lilja, Guðbjörg og Jón.  Þau skemmtu sér konunglega, meðan hríðin og slyddan sem lamið hafa híbýli manna og fólk sem hætti sér út undir bert loft, stytti upp og byggðu þennan myndalega ísbjörn við Sunnufellið í Fellabænum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.