Árviss Grýlugleði á Skriðuklaustri á morgun

grylaoggaul.jpgHin árvissa Grýlugleði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri verður haldin sunnudaginn 27. nóvember, á fyrsta sunnudegi í aðventu, kl. 14.00.

 

Að venju munu gaulálfar og sagnálfar ráða ríkjum á skemmtuninni og fræða gesti um ægivald og ógnir Grýlu og hyskis hennar.  Hjónakornin halda sig vonandi heima í Brandsöxlinni á meðan á gleðinni stendur.

Kynnt verður glóðvolg útgáfa litabókar um Grýlu með kvæðabrotum austfirskra skálda fyrri alda og verðlaunateikningum austfirskra grunnskólabarna í 6. og 7. bekk.

Allir velkomnir og jólakökuhlaðborð hjá Klausturkaffi eftir skemmtun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.