Skip to main content

Ráðstefna um velferð barna og vægi foreldra

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. mar 2009 10:50Uppfært 08. jan 2016 19:19

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknasetur í Barna- og fjölskylduvernd og Forlagið í tilefni af útkomu bókarinnar Árin sem engin man eftir Sæunni Kjartansdóttur og fjallar um umönnun barna fyrstu æviárin.

sidfraedistofnun.jpg

Ráðstefnan hefst með ávarpi félags- og tryggingaráðherra, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, og þar á eftir fjallar Vilhjálmur Árnason, prófessor, um verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna. Þá taka við tvær málstofur: Sú fyrri fjallar um velferð barna fyrstu æviárin og þar halda þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor, Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, og Inga Þórsdóttir, prófessor, erindi.

 

Í síðari hlutanum verður athyglinni beint að gildismati í uppeldi barna og þar munu þau Baldur Kristjánsdóttir, dósent, Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur, Hrund Þóarinsdóttir, djákni, og séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri, halda erindi. Í lokin verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Salvör Nordal forstöðumaður.


Aðgangur er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir.