Rússíbanar spila í Frystiklefanum

Hljómsveitin Rússíbanar kemur fram í Frystiklefa Sláturhússins á Egilsstöðum, nánar tiltekið í kvöld. Sveitin hefur haft hægt um sig undanfarin misseri en rýfur nú þögnina meðan harmónikusnillingurinn Tatu Kantomaa dvelur hér í nokkra daga. Rússíbanarnir munu leika efnisskrá sígildra tónverka í bland við ný íslensk verk og heimstónlist. Sveitin er nú á tónleikaferð um Austurland sem lýkur 20. nóvember næstkomandi. Meðlimir Rússíbana eru Guðni Franzson, Tatu Kantomaa, Jón Skuggi, Kristinn H. Árnason og Matthías M.D. Hemstock.

rssbanar_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar