Úrslit Útsvars í kvöld: Við erum seig

stefan_bogi_utsvar_alka.jpg
Fljótsdalshérað mætir Grindavík í úrslitum spurningakeppninnar Útsvar í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. Ingunn Snædal segir liðið vanafast á keppnisdag. Það hafi ekki undirbúið sig neitt sérstaklega fyrir keppnina í kvöld.

„Eftir síðustu keppni sagði Sigmar Guðmunds (spyrill) við okkur „Grindvíkingarnir eru segir“ og glotti. Og ég svaraði bara. „Já – við erum líka seig“,“ segir Ingunn.

Hún segir liðið vanafast á keppnisdegi. Það hittist seinni partinn, taki léttan leik og fari síðan að borða. „Við höfum ekkert undirbúið okkur, við höfum ekki æft og ætlum ekki að gera það. Við ætlum að taka þetta á gleðinni.“

Ingunn segir mikla stemmingu á Héraði og víðar fyrir keppninni, til dæmis horfi Þorbjörn Rúnarsson, fyrrum liðsmaður og símavinur, í Vancouver í Kanada í netútsendingu. 

„Ég er rosa ánægð með að við skulum hafa komist í úrslit. Það skipti okkur miklu máli að vinna Garðabæ, það hefði verið ömurlegt að tapa fyrir þeim í þriðja sinn. Ef við vinnum í kvöld þá er það frábært en ef ekki þá verður bara að hafa það.“

Útsendingin hefst klukkan 20:10. Stuðningsmönnum í borginni sem vilja mæta í sjónvarpssal er bent á að mæta þar ekki síðar en kortéri fyrir átta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.