Rithöfundalestin 2020: Rætur og þang eftir Karlínu Friðbjörgu Hólm

Rætur og þang er fyrsta ljóðabók Karlínu Friðbjargar Hólm sem búið hefur lengst af sinni ævi í Reykjavík er er hins vegar fædd og uppalin á Seyðisfirði.

Karlína, sem er fædd árið 1950, hefur lengi fengist við ljóðagerð og verk hennar birst á prenti í tímaritum og blöðum. Þetta er hins vegar hennar fyrsta ljóðabók en hún kom út á vegum Félags ljóðaunnenda á Austurlandi í sumar.

Bókin skiptast í sjö kafla og er einn þeirra sérstaklega helgaður æskubyggðinni, þangað sem hún sækir innblástur. „Í þeim kafla er eitt skemmtilegasta ljóð hennar, Handa gömlu barni. Í því nær hún að fanga andrúmsloftið í bænum á lifandi hátt og lýsa leikjum barnanna,“ segir Magnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda sem les upp úr og kynnir bókina.

Auk ljóðagerðarinnar hefur Karlína einnig fengist við myndlist en myndir af nokkrum verka hennar má sjá í bókinni.

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.